IS thermomix safetyproject icelandic

Viðbótaröryggisleiðbeiningar
fyrir Thermomix® tækið þitt

Gæði varanna okkar og ánægja viðskiptavina okkar eins og ánægja þín, hefur alltaf verið í forgangi hjá Vorwerk. Gæðastjórnun okkar og ströng öryggiskerfi eru hönnuð til að tryggja það að við uppfyllum stöðugt hágæðastaðla Vorwerk. Þetta á sérstaklega við um Thermomix®.

Meira en 8 milljónir TM6 og TM5 tækja hafa verið seld um allan heim, og hefur Thermomix® notið mikilla vinsælda í mörg ár og er með langflestan fjölda matvinnsluvéla af þessu tagi á markaðnum. Sem bein sölustofnun höldum við þar að auki nánu sambandi við Thermomix® ráðgjafa okkar og viðskiptavini um allan heim. Þetta gerir okkur kleift að bera kennsl á sjaldgæf áhyggjuefni sem geta skaðað notkun á Thermomix® mjög snemma á notkunartímanum.

Við höfum séð nokkur tilvik á markaðnum þar sem vandamál hafa komið upp við notkun á Thermomix®. Við höfum þess vegna, sem varúðarráðstöfun, ákveðið að setja fram opinbera viðvörun um þetta vandamál, sem gæti hugsanlega komið upp,  af fúsum og frjálsum vilja þann 23. ágúst 2022.

     

Það sem við tókum eftir og opinber viðvörun af fúsum og frjálsum vilja

Þegar venjulegi mælibollinn er settur í Thermomix® TM6 passar hann þétt inn í lokið og kemur í veg fyrir að hann detti út þegar lokið er tekið af blöndunarskálinni. Mælibollinn á TM6 er hannaður þannig að næg gufa úr blöndunarskálinni geti sloppið út meðfram brúnunum þegar eldað er eða við suðu. Meðan á eldunarferlinu stendur eða þegar farið er eftir ákveðnum uppskriftum geta hráefni hins vegar flotið upp á yfirborðið, þjappast þar saman og komið í veg fyrir að gufan sleppi út.

Í mjög sjaldgæfum tilfellum, getur þ.a.l. aukinn þrýstingur safnast upp í blöndunarskálinni við eldun eða suðu (eða við hitun sem er við 95°C/200°F hitastig og hærra), sem getur leitt til heitur matur skvettist skyndilega og stjórnlaust, sem í einstaka tilfellum gæti valdið brunasárum.

Það skal tekið fram að líkurnar á því að heitur matur flæði yfir eða gjósi upp úr eru talsvert meiri ef farið er yfir þrepið sem mælt er með um áfyllingu í handbókinni og einnig þrepið sem tilgreint er innan á blöndunarskálinni.

Lausnin

bimby tm6 peas and simmering basket on top
bimby tm6 peas and simmering basket on top
bimby tm6 peas and simmering basket on top

     

thermomix tm6 soup correct

Forðist að yfirfylla skálina

Alltaf verður að virða hámarksáfyllingu fyrir blöndunarskálina (2,2 lítrar fyrir Thermomix® TM6 og Thermomix® TM5).
 

thermomix tm6 broccoli varoma

Súpur, pottréttir og sultur

Súpur, pottréttir og sultur verður alltaf að elda við hitastig sem er ekki hærra en 100°C (212°F). Fyrir uppskriftir sem krefjast hærra hitastigs á að nota Varoma® eins og tilgreint er í uppskriftinni.
 

thermomix tm6 peas and simmering basket

Uppskriftir sem krefjast suðukörfu

Sumar uppskriftir þarfnast þess að suðukarfan sé notuð ofan í blöndunarskálinnni. Fyrir þessar uppskriftir er enn hægt að nota mælibollann.

Munurinn á TM6 og TM5 mælibollunum

Skýringarmyndböndin eru fáanleg á ensku, spænsku, þýsku og frönsku. Þýdd/textuð útgáfa á þínu tungumáli verður gerð aðgengileg innan skamms. Vinsamlegast athugaðu síðuna okkar reglulega eða hafðu samband við þjónustuver til að fá upplýsingar.

Matreiðsla upp á eigin spýtur og með leiðsögn - Aðlögun

int thermomix TM6 product in use woman hands medium

Sem hluti af stöðugri þróun Thermomix® höfum við nú þegar aðlagað uppskriftirnar sem eru í aðgerðinni Matreiðsla með leiðsögn (Guided Cooking) til að endurspegla þetta svo þú getir haldið áfram að elda á réttan hátt. Þar að auki hefur hugbúnaðurinn fyrir Thermomix® TM6 verið uppfærður og er aðgengilegur í tækinu þínu þegar það er nettengt. Vinsamlegast samþykktu nýju hugbúnaðaruppfærsluna til að fá frekari öryggisleiðbeiningar þegar þú eldar án þess að nota aðgerðina Matreiðsla með leiðsögn.

Við veitum einnig upplýsingar um þessa sjálfviljugu varúðarráðstöfun í uppfærðu leiðbeiningarhandbókinni okkar, á uppskriftavettvanginum okkar Cookidoo® og á vörusýningum.
 

     

Matreiðsla með leiðsögn

Skýringarmyndböndin eru fáanleg á ensku, spænsku, þýsku og frönsku. Þýdd/textuð útgáfa á þínu tungumáli verður gerð aðgengileg innan skamms. Vinsamlegast athugaðu síðuna okkar reglulega eða hafðu samband við þjónustuver til að fá upplýsingar.

Matreiðsla með leiðsögn - Aðlögun fyrir TM6

Matreiðsla upp á eigin spýtur (Manual Cooking)

Skýringarmyndböndin eru fáanleg á ensku, spænsku, þýsku og frönsku. Þýdd/textuð útgáfa á þínu tungumáli verður gerð aðgengileg innan skamms. Vinsamlegast athugaðu síðuna okkar reglulega eða hafðu samband við þjónustuver til að fá upplýsingar.

Matreiðsla upp á eigin spýtur - Aðlögun fyrir TM6